Feed on
Posts
Comments

Um sálfræðimeðferð

Sálfræðimeðferð miðað fyrst og fremst að því að auka lífsgæði þess sem hana sækir.  Reynt er að aðstoða skjólstæðing við að öðlast skilning og betri stjórn á lífi sínu og aðstæðum.  Markmiðið er að finna lausnir á vandamálum sem hafa fest sig í sessi og sem skjólstæðingur hefur ákveðið að leysa á markvissan hátt.

Sálfræðimeðferð er annað hvort veitt einstaklingi, pörum, fjölskyldum eða þá hópi fólks sem stríðir við svipaða erfiðleika.

Á þessari sálfræðistofu er einungis veitt meðferð sem studd er rannsóknum og sem sálfræðingur hefur fengið viðeigandi menntun og þjálfun í að veita. Eftir að greining hefur fengist er lögð fram meðferðaráætlun og aðalverkefni meðferðarinnar skilgreind nánar.

Misjafnt er hversu langan tíma sálfræðimeðferð tekur.

Hér má finna upplýsingar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og fjárhagslegan stuðning sem kann að vera í boði á vegum sveitarfélaga eða verkalýðsfélaga.