Feed on
Posts
Comments

Námskeið:

Heilbrigðara samband við mat

Þetta námskeið hefur Þórdís kennt hérlendis sem og erlendis undanfarin ár.  Það hefst á ný 25 september 2013 og er kennt annan hvern miðvikudag frá kl 16:30 til 18:00.  Fyrstu fjögur skiptin verða þó hverja viku.  Námskeiðið stendur til 23 apríl 2014, samtals 18 skipti eða 27 klst.

Notast er við aðferðir sálfræðinnar til að vinna bug á matarþráhyggju, átkastaröskun og óheilbrigðu sambandi við mat.  Þú lærir t,d að:


– Skilja líkama þinn og hvernig endutekin megrun hefur áhrif á hann.
– Skilja hvernig samband þitt við mat hefur þróast.
– Læra aðrar leiðir til að takast á við streitu og lífið sjálft en að nota mat.
– Brjóta upp vanamynstur.
– Hætta að láta vigtina eða boð og bönn um ákveðnar matartegundir stjórna öllu.

Námskeiðið skiptist í eftirfarandi flokka:

  • Grunnur breytinga (Heilsa óháð þyngd/Health at every size, -Borða af innsæi/Intuitive eating, -Svengdarvitund/Appetite awareness)
  • Grunnstoðir geðheilsu
  • Sjálfstal og sjálfsblekking (aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar)
  • Núið (mindfulness)
  • Mótlætaþol (distress tolerence)
  • Tilfinningastjórnun (emotion regulation)
  • Samskipti við aðra (interpersonal effectiveness)
  • Líkamsvirðing

“Mér fannst ég loksins skilja af hverju matur var alltaf aðalatriðið í lífi mínu.  Ég hafði talið mér trú um að ég væri matarfíkill en komst að því að svo var ekki.  Ég notaði mat þegar ég var þreytt, þegar ég vildi verðlauna mig, þegar ég þurfti á huggun að halda, þegar ég var kvíðin og svo framvegis.  Ég hætti loks að sjá matinn sjálfan sem vandamálið, hætti að leita í töfralausnirnar.”

“Ég varð sáttari við sjálfa mig og meira segja aukakílóin líka.  Það var líklega erfiðast fyrir mig að sætta mig við að þetta var ekki megrunarnámskeið – markmiðið var ekki að léttast heldur finna jafnvægi á sál og líkama.  Það var ekki fyrr en ég áttaði mig á því að eitthvað jákvætt fór að gerast”.

Verð:  75000 kr fyrir allt námskeiðið og námskeiðsgögn (námskeiðsmappa með öllu námsefni og einnig bækurnar Health at any size, Intuitive eating og tveir slökunardiskar).

Námskeiðið er í heild sinni 27 klst og hægt er að fá kvittanir fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga.  Boðið er upp á greiðsludreifingu, t,d er hægt að dreifa greiðslum á 7 mánuði fram til 1 apríl.

Frekari upplýsingar og skráning:  thordis@salfraedistofa.is

 

———————————————————————————————————————————————————————————————-


Um sálfræðimeðferð

Sálfræðimeðferð miðað fyrst og fremst að því að auka lífsgæði þess sem hana sækir.  Reynt er að aðstoða skjólstæðing við að öðlast skilning og betri stjórn á lífi sínu og aðstæðum.  Markmiðið er að finna lausnir á vandamálum sem hafa fest sig í sessi og sem skjólstæðingur hefur ákveðið að leysa á markvissan hátt.

Sálfræðimeðferð er annað hvort veitt einstaklingi, pörum, fjölskyldum eða þá hópi fólks sem stríðir við svipaða erfiðleika.

Á þessari sálfræðistofu er einungis veitt meðferð sem studd er rannsóknum og sem sálfræðingur hefur fengið viðeigandi menntun og þjálfun í að veita. Eftir að greining hefur fengist er lögð fram meðferðaráætlun og aðalverkefni meðferðarinnar skilgreind nánar.

Misjafnt er hversu langan tíma sálfræðimeðferð tekur.

Hér má finna upplýsingar um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og fjárhagslegan stuðning sem kann að vera í boði á vegum sveitarfélaga eða verkalýðsfélaga.

Comments are closed.