Feed on
Posts
Comments

“Þú getur ekki neytt epli til að vaxa”

Dennis Merrit Jones

Þessi meðferð hefur verið í þróun síðustu tvo áratugi og hefur sýnt fram mikinn árangur í rannsóknum líkt og hugræn atferlismeðferð.  Meðferðin leggur áherslu á að skilgreina milli þess sem hægt er að breyta og þess sem ekki er hægt að breyta – er ekki undir stjórn einstaklingsins (Acceptance and Change).  Lögð er áhersla á að kenna á hnitmiðaðan, skipulagðan hátt fjóra hæfnisþætti þar sem “að lifa í núinu” eða Árvekni (Mindfulness) er undirstaðan.

Þessir fjórir þættir eru:

  • Lifa í núinu (mindfulness)
  • Auðvelda samskipti við annað fólk (interpersonal effectiveness)
  • Upplifa tilfinningar og hafa heilbrigða stjórn á þeim (emotion regulation)
  • Takast á við streitu og erfiðleika (distress tolerance)

Þessi meðferðarleið er þróuð af Dr. Marsha Linehan sem í upphafi ætlaði hana eingöngu til meðferðar á einstaklingum með Borderline persónuleikaröskun.  Á síðustu 15 árum hefur hún hins vegar verið löguð að meðferð ýmissa annarra geðraskana eins og átraskana, kvíða, þunglyndis, stjórnun á stöðugum sársauka (chronic pain) og svo framvegis.  Þessi meðferð er undir sterkum áhrifum frá hugrænni atferlismeðferð, lausnamiðuðum atferlismeðferðum og ýmsum kenningum Buddisma.

Tenglar:

Behavioral Tech

DBT self-help

You can´t force an apple to grow!


Comments are closed.