Feed on
Posts
Comments

Kvíði

Einhvers konar kvíði sækir að okkur öllum og segja má að hæfilegur kvíði sé góður að því leyti að hann hjálpar okkur að gera það sem gera þarf og halda öllu gangandi. Of lítill kvíði getur haft þær afleiðingar að okkur vantar innri hvöt til að koma hlutum í verk. Of mikill kvíði getur hins vegar haft lamandi áhrif og dregið úr framkvæmdavilja og skapar einnig margvíslega erfiðleika í daglegu lífi og ömurlega líðan.

Þegar manneskja er altekin kvíðahugsunum og fer að finna fyrir mörgum einkennum hans getur verið erfitt sjá fram úr þeim og manneskjan sannfærist um að þetta verði alltaf svona, að ekkert sé hægt að gera. Algengt er að fólk haldið kvíða viti ekki að um kvíða er að ræða, skammist sín á einhvern hátt fyrir líðan sína og átti sig ekki á að ýmislegt er hægt að gera til að draga úr áhrifamætti einkennanna og jafnvel eyða þeim alveg.

Ekki er óalgengt að fólk hafi lifað lengi með kvíða án þess að hafa gert neitt í því og í börnum birtist kvíði oft sem hegðunarerfiðleikar.

Eftirfarandi kvíðaraskanir eru algengastar:

  • Almenn kvíðaröskun
  • Árátta-þráhyggja
  • Flemtursröskun (panic)
  • Fælni
  • Félagsfælni
  • Áfallastreituröskun

Á þessari stofu er eingöngu unnið með almenna kvíðaröskun, félagsfælni og flemtursröskun.  Í sumum tilfellum er unnið með áfallastreituröskun.  Öðrum kvíðaröskunum er vísað annað.

Eftir að nákvæm greining hefur fengist er fyrsta skref meðferðar að fræða skjólstæðing um kvíða, einkenni hans og hvernig þau birtast í daglegu lífi.  Meðferðin felst síðan í samræðum og skýrum leiðbeiningum um hvernig berjast má gegn honum, bæði hvað varðar hegðun og hugsun.

Comments are closed.