Feed on
Posts
Comments

Sjálfsstyrking

Boðið er upp á meðferð sem miðast sérstaklega við auka sjálfstraust og styrkja jákvæða sjálfsmynd.  Markmiðið er að vinna sérstaklega í eftirfarandi þáttum:

  • Auka ánægju með eigið sjálf
  • Vinna bug á of gagnrýnni hugsun í eigin garð
  • Eyða neikvæðu sjálfstali
  • Auðvelda samskipti við aðra og auka ákveðni
  • Minnka félagslega einangrun og hegðun sem ýtir undir hana
  • Vinna að betri almennri streitustjórnun, auka heilbrigða bjarghætti (coping skills)
  • Minnka kvíða og áhyggjur
  • Lifa í núinu

Mikilvægt er að bera kennsl á vanamunstur í hegðun og hugsun og það sem hugsanlega viðheldur því.  Skjólstæðingar fylla einnig út sálfræðileg próf sem metur almenna sálræna virkni.

Einnig er boðið upp á sjálfstyrkingar- og áfallameðferð fyrir konur sem hafa verið í ofbeldissamböndum.

Comments are closed.