Feed on
Posts
Comments

Þunglyndi

Þunglyndi er ein algengasta geðröskunin í vestrænu samfélagi í dag.  Þunglyndi getur verið mjög einangrandi, lamar líf þess sem af því þjáist og sífellt erfiðara verður að takast á við daglegt líf, svefn og matarlyst annað hvort eykst eða minnkar og upplifun á gleði verður fátíðari.  Það er eins og viðkomandi fari í gegnum lífið með dökk sólgleraugu og missir smátt og smátt hæfileikann til að gleðjast.  Mikilvægt er að bera kennsl á þunglyndi snemma og að það sé meðhöndlað eins fljótt og hægt er þar sem það getur tekið tíma að vinda ofan af vítahring hugsana og tilfinninga.

Árangursríkasta sálræna meðferð þunglyndis er Hugræn Atferlismeðferð (HAM) þar sem meðal annars tekið er markvisst á áhrifum sjálfvirkra, neikvæðra hugsana á tilfinningar og hegðun.  Lyfjameðferð er stundum notuð samhliða sálrænni meðferð við alvarlegri tilfellum þunglyndis en rannsóknir sýna að árangur er bestur til lengri tíma litið ef stór hluti meðferðarinnar er HAM.

Comments are closed.