Feed on
Posts
Comments

Rannsóknir

2007-2008 Post-Doctoral Residency í klínískri sálfræði, Kaiser Permanente Foundation, San Rafael, CA, USA. Rannsókn á meðferðarárangri átröskunarmeðferðar (outcome research) á göngudeild geðdeildar. Greinar í ritrýnd tímarit í undirbúningi.

2002-2007 Doktorsritgerð í sálfræði, California School of Professonal Psychology, San Francisco, CA, USA.
Fyrsta íslenska rannsóknin á algengi átröskunareinkenna meðal íslenskra kvenna og stúlkna á aldrinum 13-24 ára. Greinar í ritrýnd tímarit í undirbúningi.

2003- 2004 Nýsköpunarsjóður Námsmanna, Reykjavík, Ísland.
Rannsókn á árangri úrræðisins “Lestinni” í Hinu Húsinu. Gerð rannsóknarsniðs og þýðing mælinga fyrir þátttakendur og foreldra. Sá einnig um hönnun mælitækis fyrir tilvísunaraðila og gerð lokaskýrslu.

2000 – 2003 Barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahús, Reykjavík, Ísland.
Þriggja ára löng rannsókn á reynslu foreldra með þjónustu Barna- og Unglingageðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Þróaði spurningalista, vann við gagnasöfnun og tölfræðilega gagnagreiningu.

2000 – 2002 Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland.
Aðstoðaði við gerð gagnabanka sem inniheldur alla kvarða sem notaðir hafa verið innan heilbrigðisgeirans hingað til.

1999 Barna- og unglingageðdeild Landspítalans Háskólasjúkrahúss, Reykjavík, Ísland.
Aðstoðaði við gagnagreiningu ýmissa rannsóknarverkefna. Til dæmis á notkun á Wechsler Intelligence Scale of Children og Parenting Stress Index.

1998-1999 Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland. BA ritgerð í sálfræði.
Rannsókn á meðferðarárangri göngudeildar barnageðdeildar Landspítalans á meðferð við athyglisbrests með ofvirkni.

Comments are closed.