Feed on
Posts
Comments

Hjóna- og pararáðgjöf

“Við lifum í skjóli hvers annars”

Keltneskt orðatiltæki

Á þessari sálfræðistofu er boðið upp á hjóna/og pararáðgjöf.  Í fyrstu tímum er vandamálið rætt, spurningalistar eru lagðir fyrir ef þess er þörf og meðferðaráætlun rædd.

Lögð er áhersla á að vinna sérstaklega með:

  • Opnari samskipti
  • Minni vörn
  • Meiri nánd

Algeng vandamál sem fólk leitar sér hjálpar með eru til dæmis þessi:

  • Parið hefur fjarlægst og lifir meira saman sem herbergisfélagar en par
  • Samskipti eru erfið og einkennast af tíðum rifrildum og pirringi
  • Framhjáhald
  • Hugsanlegur skilnaður vofir yfir og hefur jafnvel gert lengi
  • Vináttan hefur minnkað eða horfið og samkeppni og vörn aukist
  • Ósætti hvað varðar fjármál, barnauppeldi og vinnuálag
  • Mikil utanaðkomandi streita sem hefur áhrif á sambandið og nándina

Mikilvægt er að báðir aðilar séu tilbúnir til þess að vinna að því að bæta sambandið.

Eingöngu er notast við eftirfarandi meðferðarleiðir þar sem þær koma endurtekið út sem þær árangursríkustu í rannsóknum undanfarinna ára:

Dr. Susan Johnson hefur verið einstaklega áhrifamikil á þessu sviði síðustu áratugi.  Hún er einn helsti rannsakandi “Emotion-Focused Couples Therapy” sem hefur sýnt fram á gífurlegan góðan árangur í rannsóknum á parameðferð síðustu 20 ár. Þessi meðferðarleið er nú notuð af sálfræðingum um allan heim.

Dr. John Gottman er einn áhrifamikill annsakandi og sálfræðingur á sviði hjónabands- og parameðferðar og stofnaði “The Gottman Institute” sem staðsett er í Seattle, USA.  Hann er einnig prófessor við sálfræðideild háskólans í Washington fylki.  Dr. Gottman hefur verið leiðandi í rannsóknum á þessu sviði í áratugi og hefur skrifað fjölda bóka bæði fyrir fagaðila og almenning.

Bækur:

Hold Me Tight eftir Dr. Sue Johnson

The Seven Principles For Making a Marriage Work eftir Dr. Gottman

The Relationship Cure:  Why Marriages Succeed or Fail eftir Dr Gottman

The Good Marriage:  How and Why Love Lasts eftir Judith S Wallerstein

Comments are closed.