Feed on
Posts
Comments

Hugræn atferlismeðferð

Rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á yfirburði hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) þegar kemur að meðferð ýmissa geðraskana og þá sérstaklega meðferð þunglyndis og kvíða.

HAM gengur út frá því að það sé ekki endilega atburðurinn sjálfur sem orsakar vanlíðan okkar heldur það á hvern hátt við kjósum að vinna úr þessum atburði, hvernig við hugsum um hann eftir á. Við erum fær um að hafa áhrif á og stjórna því talsvert hvernig við hugsum og þar af leiðandi getum við haft áhrif á líðan okkar. Að þessu gefnu getum við að mörgu leyti ráðið því hversu mikið við leyfum erfiðum uppákomum og öðru fólki að hafa áhrif á okkur.

Þessi meðferð tekur til dæmis beint á hinu neikvæða hugarfari sem er algengur fylgifiskur þunglyndis sem og ýmsum algengum ranghugmyndum sem oft eiga stóran þátt í því að viðhalda því. Neikvæðar, sjálfvirkar hugsanir eru nefnilega lúmskar og hafa meiri bein áhrif á líðan okkar og hegðun en við gerum okkur grein fyrir. Þegar við náum tökum á þessu leiðinlega og órökrétta sjálfstali breytist líðan til hins betra og við náum að brjóta upp vítahringinn.

Tenglar:

Beck Institute

Academy of Cognitive Therapy

Comments are closed.