Feed on
Posts
Comments

Um Þórdísi

Fagfélög:

Academy for Eating Disorders

Sálfræðingafélag Íslands

Félag sjálfstætt starfandi sálfræðinga (meðstjórnandi og í fræðslunefnd)

Félag fagfólks um átraskanir

Félag um hugræna atferlismeðferð

Félag um jákvæða sálfræði

Menntun:

2002-2007 California School of Professional Psychology, San Francisco, CA, USA. Doktorsgráða í klínískri sálfræði (Psy.D).

1994-1999 Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland.  BA gráða í sálfræði.

1990-1994    Menntaskólinn við Sund, Reykjavík, Ísland. Stúdentspróf í félagsvísindum.

Klínísk starfsreynsla:

2008-             Rekstur eigin sálfræðistofu

2007-2008    Post-Doctoral Residency í klínískri sálfræði, Kaiser Permanente Foundation Hospital, San Rafael, CA, USA.

Vann innan átröskunarteymis göngudeildar geðdeildar og sá þar um einstaklings- og parameðferð og stýrði ýmsum vikulegum meðferðarhópum.  Stýrði stuðningshópum og kenndi regluleg fræðslunámskeið fyrir aðstandendur.  Veitti einnig almenna sálfræðimeðferð (einstaklings/parameðferð) á deildinni og þá helst við hjónabandserfiðleikum, þynglyndi, kvíða og ýmis konar áföllum. Stýrði ýmsum vikulegum námskeiðum og meðferðarhópum er vörðuðu aðallega hjónabandserfiðleika, þunglyndi, kvíða og streitustjórnun.  Stýrði áfallateymi (crisis team) deildarinnar einn dag í viku.  Sinnti þá þeim hóp fólks sem gekk inn af götunni og þurfti á fyrivaralausri þjónustu að halda vegna til dæmis skyndilegra áfalla, alvarlegra geðraskana og sjálfsvígshugsana.
12 mánaða starfsnám, 45 klst á viku.

2006-2007   Pre-doctoral Internship í klínískri sálfræði, Kaiser Permanente Foundation Hospital, Walnut Creek, CA, USA.

Vann á meðferðardagdeild fyrir átraskanir (Intensive Outpatient Program).  Veitti einstaklingum með átraskanir einstaklings- og parameðferð.  Stýrði auk þess ýmsum vikulegum meðferðarhópum fyrir skjólstæðinga.  Stýrði einnig sameiginlegum stuðningshóp fyrir skjólstæðinga og fjölskyldur þeirra, sérstökum stuðningshóp eingöngu fyrir aðstandendur og svo eftirmeðferðarhóp fyrir þá einstaklinga sem höfðu útskrifast.  Tók þátt í greiningarferli og framkvæmdi vikuleg inntökuviðtöl.  Vann í nánu samstarfi við aðra sálfræðinga, lækna, geðlækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og næringarfræðinga, bæði innan teymisins og utan þess.
12 mánaða starfsnám, 36 klst á viku.

2005-2006   Pre-doctoral Internship í klínískri sálfræði, Kaiser Permanente Foundation Hospital, Walnut Creek, CA, USA.

Meðferðardeild fyrir unglinga í áfengis og/eða vímuefnavanda.  Veitti unglingunum og fjölskyldum þeirra sálfræðimeðferð.  Stýrði sjö meðferðarhópum í viku bæði fyrir foreldra og unglinga og veitti vikulega einstaklings- og fjölskyldumeðferð.  Tók þátt í greiningarferli og framkvæmdi vikuleg inntökuviðtöl.  Kenndi foreldrafræðslu vikulega.
12 mánaða starfsnám, 24 klst í viku.

2004-2005   Practicum í klínískri sálfræði, Berkeley Mental Health, Berkeley, CA, USA.

Gekk vaktir með lögreglunni í Berkeley í svokölluðu “Mobile Crisis Team”.  Sá um að meta sálfræðilega virkni einstaklinga.  Aðstoðaði lögregluna og einnig slökkvilið við að sinna einstaklingum sem þurftu á bráðameðhöndlun að halda til dæmis vegna heimilisofbeldis, sjálfsvígstilrauna, geðrænna erfiðleika og/eða ýmis konar vímuefnaneyslu.  Sá um sjálfræðissviptingar og að meta þörf fyrir bráðainnlögn á geðsjúkrahús.  Sá einnig um að aðstoða lögregluna við að tengja heimilslausa og vændiskonur við stuðningsnet.  Veitti auk þess lögreglu og slökkviliði fræðslu og áfallahjálp.  Veitti einnig einstaklingum með alvarlegar geðraskanir og vímuefnavanda sálfræðimeðferð einu sinni í viku.  Flestir voru heimilislausir í Berkeley.
12 mánaða starfsnám, 24 klst i viku.  Aukavaktir eftir þörfum til ársins 2007.

2003-2004  Practicum í klínískri sálfræði, Xanthos. Inc.  Alameda, CA, USA.

Sinnti einstaklingum og pörum með vikulegum meðferðarviðtölum.  Þessir einstaklingar áttu við ýmsa sálræna erfiðleika að stríða, til dæmis átraskanir, þunglyndi, kvíða, hegðunarerfiðleika og hjónabandserfiðleika.  Kom einnig að hópmeðferð einstaklinga sem áttu við áfengis og/eða vímuefnavanda að stríða.  Kenndi námskeið um átraskanir og sjálfsmynd í skólum í nágrenninu.
10 mánaða starfsmán, 20 klst í viku.

2002-2003    Practicum í klínískri sálfræði, Bay Area Women Against Rape, Oakland, CA, USA.

Veitti einstaklingum áfallahjálp eftir nauðgun eða aðra kynferðislega misnotkun.  Vann náið með lögregluumdæmum San Francisco Bay Area. Hitti skjólstæðinga á neyðarmóttöku Highland County Hospital í Oakland, veitti þeim áfallahjálp, stuðning og eftirfylgd.  Fylgdi þeim í gegnum skýrslutöku og sýnatöku.  Vann einnig við að aðstoða fólk sem hringdi í símalínu (crisis hotline) deildarinnar.
10 mánaða starfsnám, 18 klst í viku.

2001-2002   Verkefnastjóri og ráðgjafi, Hitt Húsið, Reykjavík, Ísland.

Þróaði og stjórnaði stuðningsúrræði fyrir ungt fólk í vanda á aldrinum 16-19 ára sem kallaðist Lestin.  Um var að ræða ungt fólk sem hafði annað hvort lokið einhverskonar meðferðarúrræði, þurftu nauðsynlega á áframhaldandi stuðningi að halda eða höfðu ekki fengið inni í neinu séruppbyggði meðferðarúrræði en áttu við félagslega-, hegðunar- og/eða tilfinningalega erfiðleika að stríða.  Úrræðið var valið til kynningar á ráðstefnunni “Cities of Scandinavia”.  Var ábyrg fyrir fjármálum og starfsfólki.  Aðrar skyldur:  Var ráðgjafi fyrir yfirgripsmikla ráðgjafaþjónustu Hins Hússins sem kallast “Tótal Ráðgjöf”.

1999-2001  Ráðgjafi, Unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss, Reykjavík, Ísland.

Vann með unglinga með víðtæka tilfinninga- og hegðunarerfiðleika og fjölskyldur þeirra.  Vann mest með skjólstæðingum með alvarlegar átraskanir.  Bjó til meðferðaráætlanir þeirra ásamt teymi deildarinnar og hafði umsjón með samskiptum við foreldra, kennara og aðra. Vann einnig að því að þróa ábyrgðarstigskerfi deildarinnar sem var kjarni allrar daglegrar virkni deildarinnar sem og hópvinnu (grúppur) deildarinnar sem átti sér stað þrisvar í viku.

Rannsóknir:

2007-2008    Post-Doctoral Residency í klínískri sálfræði, Kaiser Permanente Foundation, San Rafael, CA, USA. Rannsókn á meðferðarárangri átröskunarmeðferðar (outcome research) á göngudeild geðdeildar.

2002-2007  Doktorsritgerð í sálfræði, California School of Professonal Psychology, San Francisco, CA, USA.
Íslensk rannsókn á algengi átröskunareinkenna meðal íslenskra kvenna og stúlkna á aldrinum 13-24 ára.

2003- 2004  Nýsköpunarsjóður Námsmanna, Reykjavík, Ísland.
Rannsókn á árangri úrræðisins “Lestinni” í Hinu Húsinu.  Gerð rannsóknarsniðs og þýðing mælinga fyrir þátttakendur og foreldra.  Sá einnig um hönnun mælitækis fyrir tilvísunaraðila og gerð lokaskýrslu.

2000 – 2003    Barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahús, Reykjavík, Ísland.
Þriggja ára löng rannsókn á reynslu foreldra með þjónustu Barna- og Unglingageðdeildar Landspítala-Háskólasjúkrahúss.  Þróaði spurningalista, vann við gagnasöfnun og tölfræðilega gagnagreiningu.

2000 – 2002  Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland.
Aðstoðaði við gerð gagnabanka sem inniheldur alla matskvarða sem notaðir hafa verið innan heilbrigðisgeirans hingað til.

1999   Barna- og unglingageðdeild Landspítalans Háskólasjúkrahúss, Reykjavík, Ísland.
Aðstoðaði við gagnagreiningu ýmissa rannsóknarverkefna.  Til dæmis á notkun á Wechsler Intelligence Scale of Children og Parenting Stress Index.

1998-1999    Háskóli Íslands, Reykjavík, Ísland.  BA ritgerð í sálfræði.
Rannsókn á meðferðarárangri göngudeildar barnageðdeildar Landspítalans á meðferð við athyglisbrests með ofvirkni.

Útgefið efni:

2007   Þórdís Rúnarsdóttir og Ásrún Eva Harðardóttir. Horfin inn í Heim Átröskunar. Bók útgefin árið 2007 af Bókaútgáfufyrirtækinu Salka Forlag.  Skrifuð ásamt ungri íslenskri konu sem barðist við anorexíu í 12 ár.  Skrifaði fræðilegan hluta bókarinnar.

Styrkir/verðlaun/ráðstefnur:

2008:  Academy for Eating Disorders, poster presentation at the Academy for Eating Disorders International Conference, Seattle, USA.  “Prevalence of eating disorders symptoms among Icelandic women and girls”.

2007:  American Psychological Association, Research Award, “Students: Psychological Science Superstars”.

2007:  American Psychological Association, National Conference in San Francisco, USA.  Datablitz presentation, “Disordered Eating in Iceland: Prevalence, Correlates and Cultural Insights”.

2007:  American Psychologican Association, National Conference in San Francisco, USA.  Poster presentation of “Disordered Eating in Iceland: Prevalence, Correlates and Cultural Insights”.  Event sponsored by the APA Science Student Council and the APA Board of Scientific Affairs.

2007:  Kaiser Permanente Family Foundation, Clinical Papers,  “Eating Disorders in the Marriage:  Implications for husbands and wifes and the secure bond”.

2006:  Rannsóknarmiðstöð Íslands. Námsmannastyrkur

2006:  Thor Thors námstyrkur

2006:  Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur.  Námstyrkur

2006:  Minningarsjóður Arnórs Björnssonar. Námstyrkur

2006:  Velferðarsjóður Baugs. Námstyrkur

2005:  Rannsóknarmiðstöð Íslands. Verkefnastyrkur

Comments are closed.